Mosar

Frá Kaldaklofskvísl við Hvanngil um Mosa í Bólstað við Einhyrning.

Jeppaleið milli Hvanngils og Einhyrnings. Hestamenn og göngumenn fara frekar um Krók og síðan vestan Einhyrnings í Bólstað.

Byrjum við vaðið á Kaldaklofskvísl sunnan við Hvanngil. Förum vestsuðvestur fyrir sunnan Stórusúlu og Súluhryggi og fyrir norðan Smáfjallarana og Stórkonufell. Áfram vestsuðvestur fyrir norðurenda Útigönguhöfða og Hattafell. Framhjá fjallaskálanum í Hattafelli að fjallaskálanum í Mosum við Markarfljót. Þaðan suður yfir Markarfljótsbrú og áfram eftir jeppavegi suður á milli Einhyrnings að vestan og Einhyrningsaxlar að austan. Suður og niður brekkurnar í Stóraland og síðan suðvestur að fjallaskálanum Bólstað sunnan við Einhyrning.

20,3 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Hvanngil: N63 49.920 W19 12.290.
Hvanngil eldri: N63 49.988 W19 12.578.
Hattafellsgil: N63 47.581 W19 22.597.
Mosar: N63 47.040 W19 25.530.
Bólstaður: N63 43.831 W19 28.697.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Laufafell, Krókur, Mælifellssandur, Reiðskarð, Fljótshlíð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson