Monty Roberts

Punktar

Monty Roberts hefur gert meira fyrir hesta en aðrir menn samanlagt, hefur kennt heiminum að temja hesta ekki með grimmd, heldur með lagi. Hann er kallaður hestahvíslarinn, talar við hesta á táknmáli. Hér á landi hafa tamningar færst óðfluga í þessa átt og nú er Monty kominn hingað til að kenna og sýna. Tamningar eru þegar orðnar góðar hér á landi og verða enn betri eftir komuna. Hestum líður vel, þeir verða hættulausir og hænast að fólki. Áður urðu hestar að éta það, sem úti frýs, en nú er velferð þeirra allt önnur og betri.