Hér á landi kunna fáir trúarjátninguna. Í kirkjum heyra menn sálma og predikun, sem fer fyrir ofan garð og neðan. Íslam er allt öðruvísi trú. Þar þylja trúaðir í síbylju sömu möntrurnar. Til dæmis Allahu akbar, sem þýðir Allah er mestur. Eða Ilaha illallah, sem þýðir Allah einn er guð. Eða Alhamdulillah, sem þýðir Lof sé Allah. Þetta er sjálfssefjun. Ennfremur er íslam enn miðaldatrú, sem ekki slípaðist af mótlæti endurreisnar og þekkingarbyltingar eins og kristnin neyddist til. Dæmi eru um, að múllar prediki, að sólin snúist um jörðina, eins og klerkar predikuðu á fyrri öldum. Forneskja heftir íslam í nútímasamfélagi.
