Mönguhóll

Frá Valdarási við þjóðveg 1 suður um Aðalbólsheiði um fjallaskálana Mönguhól, Bleikskvísl og Haugakvísl að slóðum um Víðidalstunguheiði og Haukagilsheiði.

Förum frá afleggjara að Hrísum og Valdarási suður Fitjaás um eyðibýlin Króka og Gilsbakka að fjallaskálanum Mönguhóli. Þar komum við á leið, sem liggur þvert austur yfir heiðar Húnaþings. Fylgjum þeirri slóð austur um fjallaskálana Bleikskvísl og Haugakvísl að vegamótum, þar sem mætast slóðir af Víðidalstunguheiði og Haukagilsheiði og liggja þær suður í fjallaskálann í Suðurmannasandfelli.

40,4 km
Húnavatnssýslur

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jón Garðar Snæland