Molduxi

Frá Patreksfirði út fyrir Molduxa að Suðureyri við Tálknafjörð.

Ófært hestum.
Víða þarf að klöngrast í grjóti og sæta sjávarföllum í fjöru.

Á Suðureyri sjást ummerki um gamla hvalveiðistöð.

Förum frá Patreksfirði norðvestur eftir ströndinni. Fyrst um Háuhlíð og síðan um Vatneyrarhlíðar, þar sem þarf að fara um brattar skriður og stórgrýttar fjörur. Síðan undir Tálkna út á Tálknatá við Molduxa. Leiðin sveigir til austurs. Við förum í miklum bratta og sætum sjávarföllum á fjöru frá Tálknatá í Hvannadal. Síðan þægilega leið áfram austur í Fáskrúðardal. Að lokum austur á Suðureyri, þar sem við komum á bílveg.

13,2 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Nálægar leiðir: Smælingjadalur, Lambeyrarháls, Tálknafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort