Móðuharðindi Suðaustur-Asíu

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn rústaði sumum ríkjum Suðaustur-Asíu 1997. Ekki þó Kína, Indlandi og Malasíu, sem neituðu að hlíta ráðum sjóðsins. Þau voru fyrst til að rísa úr kreppunni, sem sjóðurinn magnaði í þessum heimshluta. Sjóðurinn þorði ekki að leggja í Kína og Indland, en beindi reiði sinni að minnsta ríkinu, Malasíu. Reyndi að bregða fyrir það fæti, en tókst ekki. Indónesía og Tæland lentu verst undir járnhæl sjóðsins. Sama sagan og í Rússlandi, allur gjaldeyrir hvarf úr landi. Kreppan framlengdist. Í Asíu er núna talað um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn eins og við tölum um Móðuharðindin.