Moðið á miðjunni

Punktar

Ragnar Önundarson skrifaði tímamótagrein í Morgunblaðið, þar sem hann fer yfir harmsögu nýfrjálshyggjunnar á Íslandi. Hún leggur allt traust sitt á markaði í landi, þar sem hin almenna viðskiptaregla er fákeppni. Ragnar segir: „Nú væri skynsamlegt að viðurkenna, að tilrauninni um nýfrjálshyggjuna er lokið. Það ætti Sjálfstæðisflokkurinn að gera á næsta landsfundi. Gamla sænska velferðarkerfið, blandaða hagkerfið og „moðið á miðjunni“ er, þrátt fyrir alla sína galla, það skásta sem við þekkjum.“ Þetta er örlagaverkefni þjóðarinnar næstu árin, að endurheimta norræna velferðarkerfið og hætta að hossa ríkum á kostnað fátækra.