Móðgum pamfílana

Punktar

Um skeið töldu íslenzkir dómarar, að móðgun væri refsiverð, segðist sá móðgaði vera móðgaður. Slík móðgun kostaði milljón. Nú hafa dómarar fallið frá þessari sérstæðu heimildavinnu. Enn eru þó margir ósáttir við refsileysi fyrir að „svívirða, niðurlægja, smána og hæðast að fólki“. Er skemmst að minnast æðis, sem rennur á suma múslima, þegar gert er réttmætt grín að rugluðum spámanni. Ég hef aldrei fundið neinn færan um að úrskurða, í hvaða tilvikum skuli greiða milljón fyrir móðgun. Jafnan eru móðgaðir ófærir um að svara móðgunum öðruvísi en með að æpa „móðgun, móðgun, ég vil milljón“. Í lýðræði er þó brýnt að móðga pamfíla.