Móðgelsi er ekki val

Fjölmiðlun

Um skeið gátu menn valið að móðgast yfir miðluðu efni hér á landi, fengu dæmdar bætur fyrir meiðyrði. Slíkt stríðir samt gegn tjáningarfrelsi. Sjáið Charlie Hebdo. Tímaritið birti teikningar og múslimar völdu að móðgast. Aðrir söfnuðir velja að móðgast ekki, þótt þeir sæti sams konar háði. Ekki getur verið nein sjálftekt móðgaðra, þannig að sumir velji að móðgast sí og æ. Róbert Wessmann rak fáránlegt mál af þessu tagi og tapaði í héraði. Vonandi er það merki um, að íslenzkir dómstólar hætti að taka mark á væli um móðgelsi. Það er grunnmúraður hluti lýðræðis, að pamfílar sæti því að geta ekki valið, hvort þeir móðgast.