Móðgandi skoðanir

Punktar

Brezka stjórnin reyndi að koma á banni við móðgunum við trú múslima, en tókst ekki að koma lögunum gegnum lávarðadeildina. Hún tók út orðin “níð” og “móðgun”, en skildi eftir orðið “ógnun”. Samkvæmt því er móðgun því aðeins bönnuð, að í henni felist ógnun eða hótun. Brezka stjórnin var ekki sátt og vildi koma orðalaginu í fyrra horf, þótt vestræn menning sé sátt við móðganir við trúfélög sem og aðrar stofnanir. Lávarðarnir vildu viðhalda frelsi manna til að hafa móðgandi skoðanir. Það var svo staðfest í brezka þinginu í gær.