Misvísandi meðmæli

Ferðir, Veitingar

Á heimasíðu TripAdvisor slærðu inn leitarorð, t.d. „Reykjavik hotels“. Svo velurðu „all“ og loks „hotels“ eða „B&B“ og sitthvað fleira. Þú færð upp lista í gæðaröð eftir meðmælum notenda í punktum og prósentum. Vægi nýrra meðmæla er þyngst, gömul meðmæli fjara út. Þetta er val notenda, lýðræði. Einnig er skráð „Travelers Choice“ eftir leyndum, ósannreynanlegum kvarða, ef nokkrum. Til dæmis er Hótel Keflavík með 79% vinsældum þar hærra en Hótel Berg í Keflavík með 98%. „Travelers Choice“ fer framhjá meðmælum notenda. Gerir óverðugum kleift að setja miða TripAdvisor við útidyr. Væri þolandi, héti það annað en „Travelers Choice“. TripAdvisor svarar engum fyrirspurnum. Ég fattaði, þegar lífsþreytt Frú Berglaug fékk miðann rétt fyrir andlátið.