Ýmis evrópsk stjórnvöld telja, að mannræningjar bandarískra stjórnvalda, sem misvirða evrópska gestrisni, hafi rænt grunuðum mönnum í Evrópu. Þeir noti bandarískar herstöðvar til að komast inn í löndin og út þeim aftur með hina rændu meðferðis. Stjórnvöld í Svíþjóð, Þýzkalandi og Ítalíu eru að reyna að hindra þetta. Einnig að láta hinu bandarísku erindreka og þá, sem aðstoða þá, svara til saka, þar á meðal innlenda leyniþjónustumenn, sem hafa gerzt of samvinnuliprir við heimsveldi, sem Evrópa telur í auknum mæli fjandsamlegt. Craig Whitlock skrifar um þetta í Washington Post.
