Misþyrming á móðurmálinu

Punktar

Sífellt rek ég mig á misþyrmingar lagatækna og dómara á móðurmálinu. Nýjasti frasinn er markaðsmisnotkun, sem er bara þjófnaður. Áður heyrðust umboðssvik og innherjasvik og þar áður skattasniðganga. Markmiðið er að forðast tal um þjófnað karla með hálsbindi. Hæstiréttur bjó um daginn til mun á skoðun og rannsókn. Síðan kom í ljós, að skoðunin var rannsókn, þrátt fyrir orðhengil dómstólsins. Fyrir nokkrum árum fann lagatæknir upp orðið einkalífeyrissjóð yfir þjófnað bankastjóra. Slíkar misþyrmingar á móðurmálinu þarf að reka ofan í kengúrudómara og lagatækna. Með kærum til alvörudómstóla í Evrópu.