Mistækur Helgi í Góu

Punktar

Helgi Vilhjálmsson í Góu auglýsir gegn spillingu lífeyrissjóða. Það er rétt hjá honum eins og ótal öðrum, sem það hafa gert. Síðan hvetur hann sjóðina til útleigu húsnæðis fyrir aldraða, sem líka er gott mál. Samt er ekkert samband milli spillingar og skorts á leiguhúsnæði. Skrítnust finnst mér áherzla Helga á, að vegna þessa megi rýra höfuðstól lífeyrissjóða. Þar vegur hann að grundvallarfor sendu lífeyrissjóðanna. Þeir mega ekki rýra höfuðstól sinn undir neinum kringumstæðum. Spilling frjálshyggjunnar leiddi þá út í taprekstur. Slíkan taprekstur má ekki framlengja að tillögu Helga í Góu.