Misstu stjórn fyrir löngu

Punktar

Helztu valdamenn landsins vissu árum saman að bankarnir voru að hrynja, en gerðu ekkert. Arnór Sighvatsson segir þetta hafa verið vitað í þrjú ár, frá 2005 til 2008, þegar bankarnir hrundu. Á þeim tíma stunduðu ríkisstjórn og seðlabanki linnulausan áróður fyrir snilli íslenzkra bankamanna. Segja nú, að ekkert hafi verið hægt að gera eftir árið 2005. Samkvæmt því var tómlæti þeirra þegar búið að koma okkur á hausinn árið 2005. Samt höfðu þeir þá þegar setið lengi með hendur í skauti og horft á himininn hrynja. “Ég var fyrir löngu búinn að missa stjórn” er aumt innihald varnar Davíðs og Geirs.