Misöflug kosningamál

Punktar

Hef ekki trú á, að auðvelt sé að vinna borgarstjórnarkosningar á fjarlægum draumi um borgarlínu. Það verða bara hraðferðirnar eins og í gamla daga, nema næst eiga þær að kosta tugmilljarða. Á tímamótum í orkugjöfum farartækja er erfitt að spá um, hverjir vilja ganga eða hjóla eða nota hraðferð strætó. Við vitum ekki, hvaða nýjungar muni seljast. Borgin er að undirbúa þrefalda umferð, bíla, hjóla og gangandi fólks. Hvar eiga vélknúin reiðhjól að vera, rafhjólastólar, raftvíhjól og önnur tæki, sem sjást hér á ferli? Auðveldara er að vinna kosningar á nærtækum rökum um, hvernig verði í snarhasti komið upp ódýrum smáíbúðum fyrir unga fólkið.