Misjöfn útreið bófaflokka

Punktar

Kjósendur Flokksins vita, að hann er bófaflokkur. Kæra sig kollótta um það. Þeir vilja hafa flokkinn svona, telja sig geta fengið mola af veizluborðinu. Þetta eru 20% þjóðarinnar og fylgi Flokksins lækkar bara niður undir það. Er auðvitað mikil hátíð í samanburði við þær svörtu miðaldir, þegar fylgið var 35-40%. Um Framsókn gegnir öðru máli. Þar er kjarnafylgið hrunið, var komið niður undir 10% árið 2009. Sigmundi Davíð tókst árið 2013 að ljúga sig inn á heimska skuldara og sigla inn með 15% viðbótarfylgi. Nú er lygin farin að sjást, fylgið hrunið í 15% og fer vonandi niður í 10%, þar sem það á heima.