Of tíðar eru kannanir á fylgi flokkanna. Hversu oft verða þær, þegar nær dregur kosningum? Spjall um breytingar á fylgi flokka yfirgnæfir spjall um, hvað flokkarnir muni gera á næsta kjörtímbili. Tilbreyting var þó að fá inn á milli könnun á trausti flokksfeðra. Steingrímur J. Sigfússon nýtur álits út fyrir flokkinn og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtur ekki álits alls flokksins. Aðrir eru í meðallagi, nema Björn Bjarnason, sem sífellt er jafn óvinsæll, og Jón Sigurðsson, sem mælist alls ekki. Könnun Fréttablaðsins segir, að Samfylking og Framsókn þurfa að fara að huga að nýjum formanni.
