Gott er, ef framboð Ómars Ragnarssonar framleiðir hægri græna þingmenn á kostnað Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Listinn fær samkvæmt spám þrjá þingmenn, kannski einn á kostnað Sjálfstæðísflokks. Við útreikninginn hef ég það að athuga, að ég get ekki séð Margréti Sverrisdóttir fyrir mér sem græna. Ómar hefur þakið hana grænni málningu, en ég sé ekkert grænt í sögu hennar. Hún er fyrst og fremst tækifærissinni eins og Jakob Frímann Magnússon. Þau hafa reynt fyrir sér í öðrum flokkum, en orðið að lúta í lægra haldi. Jakob hefur þó áður verið tengdur náttúru, en Margrét ekki.
