Viðtal Fréttablaðsins við brottvikinn forstjóra Fjármálaeftirlitsins vekur fleiri spurningar en það svarar. Jónas Friðrik Jónsson segir persónumiðjun hrunsins hafa tafið björgunaraðgerðir. Ég held hins vegar, að verkkvíði Geirs Haarde hafi tafið. Brýnt var að tala strax um gerendur hrunsins til að fá þjóðina í lið með stjórnvöldum. Það tókst ekki fyrr en Samfylkingin fór á taugum og sleit ríkisstjórninni fjórum mánuðum eftir hrunið. Almennt fellur Jónas í sömu gryfju og Davíð Oddsson. Báðir tala þeir um sig sem saklausa og valdalausa áhorfendur úti í bæ, en ekki sem misheppnaða eftirlitsmenn.
