Mjög brýnt er, að vöruskiptajöfnuður landsins sé jafnan jákvæður um tíu milljarða á mánuði. Það nægir til að standa undir skuldum. Ef jöfnuðurinn sígur eins og hann gerði í marz, er hætta á ferðum. Sem betur fer lagaðist jöfnuðurinn aftur í apríl. Við þurfum að afla mikils gjaldeyris til að láta þetta ganga upp mánuð eftir mánuð. Sjávarútvegurinn skiptir miklu og líka ferðaþjónusta, sem sækir sig stöðugt í veðrið. En við verðum líka að spara gjaldeyri. Við eyðum of miklu í ferðalög erlendis og í kaup á dýrum bílum. Til að sporna gegn því er brýnt að hækka skatta á flugfarseðlum og benzíni.
