Miklafell

Frá Miklafelli að Orrustuhóli.

Tengileið frá byggðum áleiðis að Blæng og Laka. Frá Blæng er stutt að fara vestur að Laka, þaðan sem eru tvær leiðir að Blágili og síðan suður að Hunkubökkum.

Förum frá fjallaskálanum suðaustan undir Miklafelli í 410 metra hæð og eftir jeppavegi suður til byggða um Eldhraun, milli Dalsfjalls að austan og Hests og Kaldbaks að vestan. Hverfisfljót rennur austast í dalnum. Förum vestan við Grænháls og síðan nálægt vesturfjöllunum um Digranes og Þverárnes að þjóðvegi 1, í 50 metra hæð rétt austan við Orrustuhól.

19,5 km
Skaftafellssýslur

Skálar:
Miklafell: N63 58.782 W18 00.524.

Nálægir ferlar: Fljótsoddi.
Nálægar leiðir: Flosavegur, Brunasandur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson