Miðstéttin er kalin

Punktar

Efri miðstétt er skipuð vel launuðum yfirmönnum og deildarstjórum, öðrum en þeim, sem eru beinlínis eigendur. Þessi hópur er kjarninn í fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fyrir fjórum áratugum hafði hann sýn yfir þjóðfélagið í heild og trúði á boðorð á  borð við: Stétt með stétt. Meðal þingmanna Flokksins voru sjómenn og verkamenn. Sjálfstæðisflokkurinn átti þá töluverð ítök í verkalýðshreyfingunni. Núna hugsar efri miðstétt allt öðru vísi. Hefur engan áhuga á Stétt með stétt. Hugsar bara um sig og sína fjölskyldu. Þessi breyting hefur kalið Flokkinn og eytt miskunnsemi. Hún hefur seint og um síðir tekið trú á tilgátur, sem leiða til borgarastríðs.