Miðpunkturinn Ægisif

Ferðir

Ægisif

Ægisif er miðpunktur okkar, merkasta og fegursta mannvirki mannkyns. Hefur staðið í miðjum Miklagarði í 1500 ár. Reist af Jústíníanusi keisara og var í þúsund ár stærsta kirkja heims. Síðan var hún moska og hefur verið safn í 80 ár, nýlega uppgerð. Fyrirmynd allra rétttrúnaðarkirkja og moska. Hvolfþakið er meistaraverk burðarþols, virðist svífa eins og sjálft himinhvolfið. Hefur samt staðið af sér tíða jarðskjálfta. Með minjum kristni og íslams er hún enn skurðpunktur öflugustu trúarbragða heims. Mikligarður var í þúsund ár stærsta heimsborgin. Þar yfir sögufrægu Sæviðarsundi gnæfir voldug Ægisif.