Miðlæg staða gegnsæis

Punktar

Stjórnlagaþing þarf að skilgreina hugtakið gegnsæi og miðlæga stöðu þess í nýrri stjórnarskrá. Gegnsæi felur í sér, að fólk viti, hvað sé að gerast í valdastofnunum. Í ráðuneytum, á alþingi, í dómstólum. í stórfyrirtækjum og fjármálum og fjölmiðlum. Aðgangur þarf að vera að gögnum, sem verða til í þessum stofnunum. Bankaleynd ber algerlega að banna, nóg er hún búin að gera af sér á liðnum árum. Mikilvægt er, að ný stjórnarskrá skilgreini fjármál sem opinber mál, ekki sem einkamál. Allt þetta verður erfiður biti að kyngja fyrir gamla og spillta Ísland. Það vildi hafa allt leyndó fyrir fólkinu.