Miðgötumúli

Frá Brú á Jökulsárdal um Miðgötumúla að vegi F910 á Dyngjuhálsi.

Greiðasta leiðin milli Brúar á Jökuldal yfir fjallgarðana vestur að Grjótum við Jökulsá á Fjöllum og síðan norður í Möðrudal. Þetta er auðveldari en lengri leið en nyrðri leiðirnar tvær, Byttuskarð og Brattifjallgarður.

Förum frá Brú á Jökuldal norður þjóðveg F907 og beygjum á þjóðveg F910 til vesturs. Förum vestur yfir Fiskidalsháls, Fiskidal, sunnan Þríhyrnings og norðan Miðgötumúla, sunnan Þríhyrningsvatns og norðan Öskjufjallgarðs að vegi F910 á Dyngjuhálsi.

18,6 km
Austfirðir

Jeppafært

Nálægir ferlar: Sænautasel, Grágæsadalur.
Nálægar leiðir: Aðalbólsheiði, Leiðaskarð, Byttuskarð, Hvannstóðsfjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort