Óeirðir miðaldaskrílsins í löndum múslima eru ekki sjálfbærar, heldur var stofnað til þeirra af stjórnvöldum af ýmsum hagsmunaástæðum. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran hafa lengi sætt vestrænni gagnrýni, eru að borga fyrir sig og Sýrland er þar á ofan að sýna tennur sínar í Líbanon. Hagsmunir klerka skipta einnig miklu í þessu samhengi. Þannig hefur tiltölulega borgaraleg Palestína smám saman tekið upp svipað trúarofstæki og ríkir annars staðar í heimi múslima. Þar er verið að æsa til trúarstríðs gegn brezk-bandarískum krossferðum nútímans.