Michelin er eftirbátur

Veitingar

Michelin hefur áratugum saman verið biblía matargerðarlistar. Íhaldssamar leiðsögubækur, sem hafa hangið í löngu úreltum reglum um tiltekinn lúxus, svo sem hvíta dúka og eins fermetra servéttur. Michelin leiðir ekki þróun, heldur kemur í humátt á eftir. Síðustu fjóra áratugi hefa Gault-Millau leitt þróunina. Leiðsögubækur fyrir Frakkland, Þýzkaland, Ítalíu, Alpalöndin og Benelux. Gault-Millau leiddu inn nýfranska stílinn fyrir 38 árum. Svo komu þeir inn með bandarísk áhrif fyrir tveimur áratugum. Fundu El Bulli 1996. Michelin fylgdi, sló loks í drógina 2010 og leiddi inn japansk-franska matreiðslu.