Mestu sukkararnir

Punktar

Fróðlegt væri, að fjölmiðill listaði upp pólitíkusa, sem stýrðu landsins verstu athafnaórum, Landeyjahöfn, Hellisheiðarvirkjun og Vaðlaheiðargöngum. Þetta eru þrjú verstu dæmin um spillt brall verktaka og pólitíkusa í kjördæmapoti. Nýja  sukkið er í Vaðlaheiði, sem átti að vera einkaframkvæmd, en hefur þegar kostað ríkið fimm milljarða, sem aldrei fást til baka. Verði haldið áfram með göngin, munu þau kosta skattgreiðendur tuttugu milljarða. Frægt er, að Kristján Þór, Steingrímur J. og Kristján Möller voru á kafi í potinu, en fleiri tóku þátt. Við þurfum svo að muna, hvaða slíkir potarar verða næst í framboði til valda.