Mestir óþurftarmenn

Punktar

Mestu óþurftarmenn sögunnar voru þeir, sem vörðust gegn erlendum áhrifum á Ísland. Á nítjándu öld reyndi danski kóngurinn að koma á umbótum á Íslandi. En innlendir embættismenn vörðust með kjafti og klóm. Reyndu til dæmis að verja vistarbandið. Sérhagsmunir ætíð teknir fram yfir almannahagsmuni. Eins og þjóðrembingar taka nú sérhagsmuni kvótagreifa fram yfir almannahagsmuni. Eftir hrunið 2008 hafa sérhagsmunir átt á brattann að sækja. Því hafa þeir í auknum mæli vafið um sig íslenzka fánanum og kyrjað þjóðsönginn. Og eiga sem áður létt með að æsa heimska og þjóðrembda kjósendur gegn Evrópusambandinu.