Ríkisstjórnin hefur haldið óvenju illa á IceSave. Í skjóli vanþekkingar okkar var hún drjúg með sig í fyrstu. Upplýsingar voru dregnar með töngum upp úr henni. Smám saman fékk fólk meira og meira að vita. Jafnan kom í ljós, að stjórnin var að ljúga. Neyddist til að ljúga sig úr einu víginu í annað. Sannleikurinn kom henni jafnan í opna skjöldu. Hver ber ábyrgð á þessari ógæfu? Eru ráðherrar svona vitlausir sjálfir eða eru þarna að baki almannatenglar, blaðurfulltrúar, spunakarlar, atvinnulygarar? Hrun á trausti stjórnarinnar vegna IceSave er landsins mesta klúður í almannatengslum.
