Mesta flopp orkusögunnar

Punktar

Hellisheiðarvirkjun er mesta flopp orkusögunnar, eins ósjálfbær og hægt er að hugsa sér. Á hverju ári þarf að bora holu á nýjum hverasvæðum til að halda uppi framleiðslugetu. Þau svæði átti að nota fyrir nýja stóriðju, eru enn talin upp sem slík. Smám saman verður Reykjanesskagi eyðilagður til að skrapa upp orku fyrir Norðurál. Var þó Hellisheiði ein og sér svo dýr, að hækka varð orkuverð til Reykvíkinga til að bjarga Orkuveitu Reykjavíkur frá gjaldþroti. Hver borgar allar þessar nýju borholur til að halda uppi Norðuráli? Auðvitað Reykvíkingar. Kominn tími til að strika yfir óráðsdrauma og skrúfa fyrir Hellisheiðarfloppið.