Merkisgreni

Frá vegi 931 við Lagarfljót hjá Ási um Fljótsdalsheiði að Klausturseli við Jökulsá á Dal.

Milli Hákonarstaða og Klaustursels í Jökuldal er elsta akfæra brú landsins. Sérsmíðuð í Bandaríkjunum, flutt í hlutum hingað, hnoðuð saman á staðnum og sett upp 1908. Venjulega þjóðleiðin frá Möðrudal lá um Klaustursel suðaustur að Bessastöðum í Fljótsdal. Einnig var farin þessi lengri leið en beinni austur eftir Fljótsdalsheiði endilangri. Hér er sú leið kennd við Merkisgreni, örnefni á leiðinni. Eftir þessari leið komust menn fljótar austur í Fell og Egilsstaði.

Byrjum við þjóðveg 931 við Ásklif hjá Ási við Lagarfljót. Frá Ásklifi förum við suðvestur um Ásenda og Erlendsbotnslæk. Þar beygjum við í vestnorðvestur milli Brandsvörðulækjar og Götulækjar á Fljótsdalsheiði. Förum þar um Urðarhraun og Melþúfuflóa. Komum þar að fjallakofanum Melstað á Fellaheiði. Förum þaðan í vestsuðvestur sunnan við Álftavatnshæðir og Stórhól, austur um Digrahól og Merkisgreni og síðan sunnan við Mórauðavatn. Þaðan beint vestur að Klausturseli við Jökulsá á Dal, andspænis Hákonarstöðum.

31,0 km
Austfirðir

Skálar:
Melstaður: N65 12.483 W14 46.807.

Nálægar leiðir: Stekkás, Þrívörðuháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort