Merking orða flýtur

Punktar

Orðhengilsháttur lagaprófessora, hæstaréttardómara og annarra lagatækna er þeim mun undarlegri, þegar litið er til vanþekkingar þeirra á tungumálinu. Íslenzka þróast eins og önnur tungumál. Meiningar og merkingar breytast og umhverfast jafnvel. Þar á ofan er skilningur á orðum og setningum misjafn milli manna. Þess vegna er brýnt að kanna, hver var merking orðanna, þegar lög voru sett og hver var ÆTLUN höfunda laganna, það er alþingismanna. Þá ætlun má sjá í greinargerð og umræðu á alþingi. Þar liggja lögin, en ekki í fáránlegum orðskýringum hæstaréttardómara, sem fátt eitt kunna í íslenzku.