Menning í kreppunni

Punktar

Sem 330.000 manna þjóð þurfum við fyrst og fremst menningu. Spörum því ekki menningu, þegar illa árar. Svo sem þegar kvótagreifar heimta aukinn afslátt af veiðigjaldi og auðgreifar heimta afnám auðlegðarskatts. Þá má spara sumt, til dæmis sértækan stuðning við afskekktustu eyjarskeggja, til dæmis Herjólf og Landeyjahöfn. Þjóðleikhúsið verður þá auðvitað að forðast að styrkja Árna Johnsen með byggingaefni. Auðveldast er þó að spara í tugmilljarða kostnaði okkar af hefðbundnum landbúnaði. Slíkur sparnaður í þágu greifanna ætti að vera langefstur á blaði sparnaðarnefndar Ásmundar Einars og Vigdísar Hauks.