Ég hef bara hitt einn mann, sem hrósaði Maó formanni. Hann tók upp á því fyrir 30 árum til að hafa eitthvað um að tala í fjölskylduboðum. Mér kemur á óvart, ef umræða er í samfélaginu um, að Maó hafi ekki verið alls varnað. Mér sýnist allir, sem ég tala við, telja hann hafa verið hinn versta skúrk, í flokki með Hitler og Stalín. Þeir vissu þetta fyrir mörgum áratugum. Ég þekki fullt af vinstri mönnum. Enginn þeirra hefur nokkru sinni borið blak af formanninum. Annað hvort eru menn að stríða Agli, ef þeir hrósa Maó. Eða þeir telja það fela í sér óbeina gagnrýni á terrorista nútímans, Bush.
