Mengarinn mælir sjálfur

Punktar

Forstjóri Umhverfisstofnunar opinberaði í fjölmiðlum eymd sína og stofnunar sinnar. Kristín Linda Árnadóttir sagðist vera sátt við mengunarmælingar Alcoa í Reyðarfirði. Hafa þær þó ítrekað reynst vera rangar. Kristín gefur sér þá furðulegu forsendu, að Alcoa vilji vinna af heilindum. Hún er bara sauður á röngum stað í lífinu. Stofnun hennar telur sig ekki hafa fé til að framkvæma þessar rannsóknir. Sættir sig við, að mengarinn sjálfur mæli mengunina og fái til þess stofnanir, er Kristín Linda gæðastimplar út í hött. Umhverfisstofnun vekur ítrekað athygli fyrir vinnubrögð, sem gæta ekki hagsmuna umhverfisins.