Mengað land

Punktar

Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði er eina svæði Íslands, sem hefur verið lýst frítt við erfðabreytta framleiðslu. Á meginlandi Vestur-Evrópu er samt meginhluti flestra landa yfirlýstur laus við erfðabreytt matvæli, nema Spánn og Þýzkaland. Vandinn hér og þar er hinn sami, erfðabreytta kornið fýkur inn á ómengað svæði og veldur miklum usla og kostnaði við hreinsun. Hvað gerir Heilsustofnunin, þegar þetta gerist þar? Mun Framsókn, sem skipar stjórn stofnunarinnar, fara í mál við Framsókn, sem skipar stjórn landbúnaðarmála?