Feginn er fyrir hönd Vilhjálms prins og brezku þjóðarinnar, að hann náði í almúgakonu. Gefur vonir um, að einhvern tíma linni undarlegheitum brezku konungsfjölskyldunnar. Drottningarmóðirinn er skást, en sjálf drottningin orðin rugluð. Krónprinsinn sjálfur hefur árum saman dundað sér við að senda fjölmiðlum lesendabréf, sem farið er með sem mannsmorð. Og sætu prinsarnir hennar Díönu hafa mikið haldið til á næturklúbbum. Verð þó að játa, að ég hafði meiri væntingar til Kötu. Nú er útséð um, að hún geti komizt áfram í lífinu og orðið flugfreyja. Og kannski eitthvað meira eins og Jóhanna okkar.
