Meiri menntun – minni þekking.

Greinar

Fagkennsla í skólum landsins hefur farið ört batnandi á undanförnum árum. Kennsluaðferðum, kennslubókum og kennslugögnum hefur verið breytt í hverri greininni á fætur annarri. Hinir færustu menn á hverju sviði hafa farið yfir námsefnið og fært í nýtt horf. Í kjólfarið hafa svo siglt sérstök námskeið fyrir kennara, þar sem þeir hafa getað tileinkað sér hin nýju viðhorf til þess að notfæra sér við kennsluna.

Athyglisvert er að í greinargerðum hinna vísu manna í hverri grein koma yfirleitt alltaf fram óskir um, að viðkomandi grein skipi meira rúm en áður í námsskrá barna og unglinga. Væri farið eftir öllum þessum tillögum faghópanna, kæmist vinnutími barna og unglinga fljótlega upp í 80 klukkustundir á viku.

Því vaknar sú spurning, hvort fagkennsla sé ekki farin að ganga of langt í skólum landsins. Er ekki verið að rcyna að þrýsta allt of mikilli fagþekkingu í hófuð nemenda? Er ekki gert of mikið af því að láta nemendur vera á stöðugu ráfi milli strangt afmarkaðra fagkennslustofa, um leið og hin eiginlega menntun situr á hakanum?

Þjóðfelagið þarf meira á menntuðu fólki aó halda en fagiðjótum. Markmið skólanna á fyrst og fremst að vera að búa börn og unglinga undir líf og starf í því þjóðfélagi, sem menn búast við, að verði hér á landi næstu áratugi. Skólarnir þurfa að búa nemendur sína undir að mæta margvíslegum aðstæðum í framtíðinni og gera þá hæfa til að leysa verkefni, sem þeir munu mæta á lífsleiðinni.

Einn meginþátturinn í slíkri viðleitni ætti að felast í þjálfun réttra vinnubragða, án tillits til sérgreina. Kenna þarf hagkvæm vinnubrögð við öflun heimilda, lestur heimilda, úrvinnslu heimilda og gagnrýni heimilda. Í þessu felst meðal annars stóraukin þörf á notkun skólabókasafna.

Sá, sem kann rétt vinnubrögð, er yfirleitt mjög fljótur að afla sér þekkingar, þegar hann þarf á henni að halda, er út í lífið er komið. Hann burðast ekki með þekkingarforða, sem hann þarf ekki að nota eða er úreltur. Hann er í stakk búinn til að mæta nýjum aðstæðum og nýjum verkefnum eftir þörfum.

Annar meginþátturinn í undirbúningnum undir líf og starf í þjóðfélagi framtíðarinnar er raunhæf starfsfræðsla, sem skyggnist undir yfirborðið og ekki verður lærð af bókum. Þrátt fyrir alla viðleitni í þessa átt, hafa íslenzkir unglingar allt of litlar og óraunsæjar hugmyndir um störfin í þjóðfélaginu.

Enn einn mikilvægur þáttur eru samgöngur hugsunar manna í milli. Íslendingar eru svo vanmegnugir á þessu sviði, að tiltölulega sjaldgæft er að hitta menn, sem geta tjáð sig á skýran og auðskiljanlegan hátt. Skólarnir kenna nemendum ekki að tjá sig, að standa upp og skýra mál sitt.

Þessir mikilvægu þættir menntunar eru þess eðlis, að þeir eiga ekki fremur heima í þessari námsgrein en hinni. Þess vegna er nauðsynlegt að draga úr fagkennslu og mynda gott rúm á stundaskránni fyrir kennslu í vinnubrögðum, starfsfræðslu og kennslu í tjáningu hugsana sinna.

Á slíkum sviðum bíða stórkostleg verkefni fyrir íslenzka skólamenn.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið