Meintar þarfir lögreglunnar

Punktar

“Lögregla þurfti að hafa afskipti af umhverfisverndarsinnum”, segir Jón Örn Guðbjartsson á Vísir.is í dag. Hann veit samt ekkert um þarfir löggunnar. Hún sagði honum þetta og hann étur það hugsunarlaust upp. Aftar í fréttinni segir svo, að löggan hafi ekki haft afskipti af mótmælendum. Þar segir: “Voru lögreglumenn sendir á svæðið í kjölfarið til að tryggja að mótmælin færu friðsamlega fram. Að öðru leyti segist lögregla ekki hafa skipt sér af mótmælendum.” Í fréttum Mbl.is kom fram, að amerískur predikari var fjarlægður með valdi. Enda hefur löggan áratugum saman logið um atburði.