Meint svefnganga fjölmiðla

Punktar

Ögmundur Jónasson hrunverji hefur undanfarið verið önnum kafinn við að verja gerendur hrunsins. Síðast kennir hann fjölmiðlungum um. Þeir hafi gert góðan róm að fjármálastefnunni í október 2006. Þá voru nokkrir seðlabankamenn að byrja að átta sig á, að ekki væri allt með felldu í bönkunum. Gátu lengi falið grunsemdirnar og kann það að skýra svefngöngu fjölmiðla. Hrunið var síðan framkvæmt með að snerta ekki stýrið. Með því að nota skipulega engin stjórntæki. Engar reglugerðir samdar og engin lög samþykkt, ekkert aðhald af hálfu Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Sinnuleysið varð að náttúrulögmáli.