Megrunarlaus heimska

Megrun

Hin hátíðlegi megrunarlausi dagur snýst um heimsku, ekki um virðingu. Fólk, sem á í erfiðleikum með þyngdina, þarf sízt af öllu á frídegi að halda. Það vita allir, sem hafa reynt að berjast við fíkn. Eitt glas af áfengi fellir fíkilinn til langframa. Einn dagur ofáts eyðileggur langvinna yfirfærslu í réttan lífsstíl. Geir Gunnlaugsson landlæknir er á villigötum í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Skilur ekki hugtakið fíkn og skilur ekki nauðsyn þess að víkja ekki frá réttu líferni. Megrunarlausi dagurinn er arfavitlaus aðferð. Gabbar fólk til að telja sér trú um, að ofát sé í lagi í einn dag.