Megrun er nauðsyn

Megrun

Megrun er nauðsynleg afleiðing offitu. Þurfum að koma okkur niður úr þyngd, sem veldur sjúkdómum og ótímabærum dauða. Það gerist annars vegar með aga og skipulagi og hins vegar með breyttu hugarfari og nýjum lífsstíl. Á hnefanum annars vegar og með hugljómun hins vegar. Megrun má ekki vera of hröð, eitt kíló á mánuði í fjörutíu mánuði passaði fyrir mig. Úr 125 kílóum niður í 85 kíló á rúmlega þremur árum. Þetta var létt og ljúft. En ég var heldur ekki truflaður af góðviljuðum vitleysingum, sem vildu fegra sjálfsmynd mína. Láta mér þykja vænt um banvæna offitu mína eða halda upp á frídag megrunarleysis.