Meðsekar stofnanir

Punktar

Mér finnst líklegt, að Fjármálaeftirlitið sé meðsekt í hundrað milljarða króna þjófnaði í Kaupþingi. Og öruggt, að skilanefnd bankans er meðsek. Vitað hefur verið um þjófnaðinn marga mánuði, en var samt ekki rannsakaður. Skilanefndinni bar að gæta hagsmuna bankans, en gerði það ekki, leit ekki einu sinni á málið. Fjármálaeftirlitinu bar að hafa eftirlit, en gerði það ekki. Ef einhver rest af réttlæti er eftir í þessu landi, á það að ná yfir skilanefndina og fjármálaeftirlitið. Þar er að finna umsvifamestu bófana í bankahruni Íslands. Brennuvargana, sem þykjast enn vera brunaliðið.