Með samvizkubit og án þess

Punktar

Sá munur er á Framsókn og Sjálfstæðis, að fyrrnefndum líkar ekki við Wintris. Formaðurinn hefur glatað trausti margra. Því verður landsþing Framsóknar fyrir kosningar. Á þinginu verður tekizt á um framtíð Sigmundar Davíðs. Hjá hinum flokknum eru engar efasemdir um Bjarna Benediktsson og skrautlegan feril hans. Siðferðisstig Sjálfstæðis er að meðaltali töluvert lægra en hjá Framsókn. Í Sjálfstæðis er talið gott, að hver klófesti það, sem hann kemur höndum yfir. En Framsókn tvístígur í spillingunni eins og í flestu öðru. Ráðherrar Sjálfstæðis þekkja ekki samvizkubit, en Eygló fær það þó tveimur mánuðum fyrir kosningar.