Kosningabarátta mín til stjórnlagaþings hefur ekki verið dýr. Kostaði 5000 krónur í ljósmynd og 2000 krónur í benzín. Meira verður það ekki. Ég hef bloggað eins og áður. Fjölgaði pistlum um einn á dag, sem hefur fjallað um stjórnlagaþingið og stjórnarskrána. Síðan hef ég svarað spurningum DV og Svipunnar og sett greinar inn á framboðssíðu DV. Þetta er öll mín barátta hingað til. Fór ekki í Ríkisútvarpið. Senn mun ég bæta örlítið um betur og flytja ykkur persónulegar lofræður um sjálfan mig, ef til vill eina á dag. Vafalaust mun ég fyrirverða mig fyrir sjálfshólið, þegar upp er staðið.