Með fáfræði að gunnfána

Punktar

Í Guardian rekur Gary Younge dæmi um, að forsetaframbjóðendur repúblikana í Bandaríkjunum eru sambandslausir við veruleikann. Þeir vita lítið í sinn haus og geta ekki svarað einföldum spurningum, en er sjálfum hjartanlega sama um það. Þeir eru ekki repúblikanar út á vitið, heldur eru þeir “í rétta liðinu”. Einkum liggja þeir flatir fyrir ímyndunum teboðshreyfingarinnar um raunveruleikann. Allt frá Sarah Palin yfir til Michele Bachmann, frá Herman Cain yfir til Mitt Romney fara þeir með tóma vitleysu um staðreyndir. Hafa fáfræðina að gunnfána. Lesið dæmi Younge í Guardian.