Matreiðsla skiptir máli

Megrun

Matreiðsla skiptir miklu. Betra er að steikja en djúpsteikja. Betra er að sjóða eða baka í ofni eða grilla en að steikja. Steikingu fylgir olía eða smjör og djúpsteikingu fylgir meiri olía en venjulegri steikingu. Kleina hefur fleiri kaloríur en jafnþung kökusneið. Djúpsteiktur fiskur hefur fleiri kaloríur en steiktur fiskur, sem hefur fleiri kaloríur en soðinn fiskur, bakaður eða grillaður. Á sama hátt hefur steikt grænmeti fleiri kaloríur en hrátt grænmeti. Sósur og froður eru oft kaloríubombur, svo og hveitiþykktar og rjómavæddar súpur. Gættu þín vel á litlu hliðaratriðunum.