Matarfíkn er erfiðust

Megrun

Matarfíkn er ein versta fíkn, sem um getur. Sú fíkn, sem erfiðast er að ráða við. Í öðrum tilvikum eru hættulegu efnin skilgreind: alkóhól, amfetamín, heróín, morfín og svo framvegis. Lausnin er þá að forðast efnin. Við vitum ekki, hvað það er í matnum, sem framkallar fíkn. Þess vegna þarf að fara eftir líkum, forðast sykur, hveiti, sterkju, fitu. Og leita lausna í hegðun. Koma okkur upp hollari lífsstíl, sem felur í sér hreyfingu, breytt mataræði og matarvenjur. Það eitt tekur á erfiðleikum fólks við að fást við matarfíkn umfram aðrar fíknir. Það gerist með breyttum huga og breyttum persónuleika.